Veislutjaldið

Veislutjaldið er stærsta tjaldið sem Seglagerðin býður til leigu er. Veislutjaldið er afar glæsilegt sem hentar afskaplega vel fyrir fjölmennar veislur og samkomur. Stærðin getur því verið allt frá 54 uppí 468 m2, hver eining er 3 metra löng.

Veislutjaldið hefur verið sérstaklega vinsælt fyrir brúðkaup og stórafmæli en einnig hafa ýmis fyrirtæki nýtt sér tjaldið til að auka við rými sitt fyrir til dæmis viðskiptasýningar, tímabundinn lager, útsölur og jafnvel hefur tjaldið verið notað sem bílastæðahús. Veislutjaldið er bjart og þægilegt sem og að bogadregnir gluggarnir skapa hátíðlegt yfirbragð.

Grindin sem heldur tjaldinu uppi er fínleg og snyrtileg úr ljósu áli. Mögulegt er að hafa marga innganga og velja þeim stað hvar sem er.
Venjulegur inngangur er 80 cm breiður en að auki er hægt að fá inngang sem er 270 cm. 

Vegghæð veislutjaldsins er 220-240 cm en fyrir miðju er tjaldið 4 metrar. Þú getur valið um breidd tjaldsins 6, 9 eða 12 metrar og lengdin er breytileg allt eftir hve margar einingar af grindinni eru settar upp.

Veislutjaldið er leigt með fullri upp og niðurtöku en mögulegt er að senda einn mann með tjaldinu og þá útvegar leigjandinn 3-5 aðstoðarmenn