Tjaldvagnaleiga



Tjaldvagninn er leigður í 6 daga í senn. Afhentur á fimmtudögum og skilað á miðvikudögum.
Tjaldvagnaleiga – Frábær tjaldvagn í sumarfríið, einfaldur og auðveldur í uppsetningu.
Combi-Camp Fri myndar fullkomna umgjörð um fjölskyldufríið. Fjölskyldan er í nánu sambandi við náttúruna en getur um leið notið þæginda eins og setustofu og svefnherbergi. Allir geta slakað á í Combi-Camp og fríið verður minnisstæðara fyrir vikið. Auðvelt er að keyra með vagninn og það er fljótlegt að setja hann upp og taka hann niður. Notalegar stundir í sólinni og kvöldverður í fortjaldinu skilja eftir sig hlýjar minningar. Að morgni vaknar fjölskyldan við fuglasöng og léttan leik vindsins við tjalddúkinn. Svona á fríið að vera.
Engar tjaldstangir og engir tjaldhælar. Engin takmörk eru fyrir því hvar Combi Camp er slegið upp, hvort sem það er á malbiki, grýttu undirlagi eða á möl. Þið eruð ætið fyrir ofan raka, vatn og kulda frá jörðu auk þess sem fastur botninn tryggir að ætíð sé hægt að komast í skjól fyrir veðri og vindum. Innbyggðar stangirnar gera það að verkum að auðvelt er að koma sér fyrir, án þess að þurfa að setja saman eina einustu stöng.
- Svefnpláss fyrir 4/ 2 x 120 x 210cm.
- Tekur aðeins mínútu að tjalda.
- Hægt er að tjalda án þess að nota hæla.
- Fast gólf.
- Þyngd: 280 kg.
- Burðargeta: 500 kg.
- Leyfileg hámarksþyng: 500 kg.
Ábyrgð leigutaka fellur ekki niður fyrr en leigusali hefur móttekið vagninn á umsömdum skilatíma.
Leigutaki skuldbindur sig til að ganga vel um vagninn og skila honum HREINUM á umsömdum stað og tíma.
Sé vagninum ekki skilað hreinum skal leigutaki greiða þrifagjald, kr. 15.000.
Óheimilt er að aka með tjaldvagninn um vegatroðninga, götuslóðum, snjósköflum, ís, yfir óbrúaðar ár eða læki, um fjörur eða aðrar vegaleysur.Við þær aðstæður fellur kaskótrygging vagnsins niður og hugsanlegt tjón þá að öllu leyti á ábyrgð leigutaka.Vagninn er kaskó tryggður fyrir tjóni sem verða kann á vagninum sjálfum, sjálfsábyrgð er kr. 90.000 sem leigutaki greiðir ef um stórtjón er að ræða.
Ökutæki þarf að hafa viðurkenndan tengibúnað fyrir tjaldvagninn. Reykingar og allt dýrahald eru með öllu bannaðar í tjaldvagninum.
Leigjanda er óheimilt að lána eða framleigja vagninn á leigutíma.
Vagninn er afhentur í Seglagerðinni, Eyjarslóð 5, 101 Reykjavík á fimmtudegi milli kl. 11:00 og 16:00 og skilað á sama stað á miðvikudegi milli kl.8:00 og 15:00.
Staðfestingargjald er kr. 15.000. greiðist við bókun inná reikning 0306-26-4994 kt. 470904-2750 og er óafturkræft. Leigutaki þarf að skila inn kreditkortanúmeri sem tryggingu.
Tjaldvagninn er leigður í 6 daga í senn, fimmtudaga – miðvikudaga og er leigan kr. 54.900.-
Leigutaki ber ábyrgð á vagninum og búnaði hans og skuldbindur sig til að bæta það tjón sem verða kann á vagninum á meðan á leigutíma stendur.
Tjaldvagnaleiga – Nánari upplýsingar um og pantanir í netfangi : seglagerdin@seglagerdin.is