Tjaldvagnaleiga

Tjaldvagnaleiga. Tjaldvagninn er leigður í 6 daga í senn. Afhentur á fimmtudögum og skilað á miðvikudögum.

banner_tjaldvagnar

Tjaldvagnaleiga – Frábær tjaldvagn í sumarfríið, einfaldur og auðveldur í uppsetningu.

Hönnun Ægisvagnsins er þannig að tjöldun hans er mjög auðveld en það tekur aðeins um 2-3  mínútur að tjalda honum án nokkurrar áreynslu. Lokinu er lyft til hliðar og nýtist það þá sem gólf fyrir framan svefnaðstöðu sem að er í kassanum sjálfum og einnig er innbyggð setuaðstaða fyrir fjóra. Kassinn samanstendur af tveimur trefjaplastsskeljum (kassi og lok) sem lokast þannig að erfitt er fyrir ryk eða vatn að komast inn.

Gluggatjöld eru fyrir öllum gluggum Ægisvagnsins og í svefnrými eru svefntjöld sem skipta því í tvö rými en hægt er að opna á milli og breyta í eitt stórt.

Svefnpláss er fyrir 4 fullorðna í rúmi, og hægt er að auka svefnrýmið enn frekar með því að láta dýnu á gólfið . Ægisvagninn er með fjóra stuðningsfætur, einn undir hverju horni auk þess að standa á nefhjóli að framan þannig að vagninn er mjög stöðugur og hreyfist lítið sem ekkert í vindasömu veðri.

Ægisvagninn er hentugur fyrir þá sem hafa hugsað sér að stoppa í stuttan tíma á hverjum stað og einnig þá sem ætla að vera í lengri tíma. Ef að stoppað er í styttri tíma er nóg að opna bara vagninn og fá góða svefnaðstöðu og íveruaðstöðu þar fyrir framan. Ef hins vegar á að stoppa í lengri tíma er upplagt að nota fortjald við vagninn sem að einfalt er að setja upp og eykur plássið töluvert. Inni í því er hægt að gera góða setustofu.  Heildarþyngd vagnsins er aðeins 450 kg.

Ábyrgð leigutaka fellur ekki niður fyrr en leigusali hefur móttekið vagninn á umsömdum skilatíma.Leigutaki skuldbindur sig til að ganga vel um vagninn og skila honum HREINUM á umsömdum stað og tímaSé vagninum ekki skilað hreinum skal leigutaki greiða þrifagjald, kr. 15.000.Óheimilt er að aka með tjaldvagninn um vegatroðninga, götuslóðum, snjósköflum, ís, yfir óbrúaðar ár eða læki, um fjörur eða aðrar vegaleysur.Við þær aðstæður fellur kaskótrygging vagnsins niður og hugsanlegt tjón þá að öllu leyti á ábyrgð leigutaka.Vagninn er kaskó tryggður fyrir tjóni sem verða kann á vagninum sjálfum, sjálfsábyrgð er kr. 90.000 sem leigutaki greiðir ef um stórtjón er að ræða.

Ökutæki þarf að hafa viðurkenndan tengibúnað fyrir tjaldvagninn. Reykingar og allt dýrahald eru með öllu bannaðar í tjaldvagninum.Leigjanda er óheimilt að lána eða framleigja vagninn á leigutíma.Vagninn skal sóttur í Tjaldvagnaleiga Eyjarslóð 5 á fimmtudögum milli kl. 11:00 og 16:00 og skilað HREINUM ásamt fortjaldi að Eyjarslóð 5 á miðvikudögum milli kl.8:00 og 15:00.

Staðfestingargjald er kr. 15.000. greiðist við bókun inná reikning 0111-26-20025 KT:470904-2750 og er óafturkræft.Leigutaki þarf að skila inn kreditkortanúmeri sem tryggingu.

Tjaldvagninn er leigður í 6 daga í senn, fimmtudaga – miðvikudaga og er leigan kr. 54.900.- með fortjaldi

Leigutaki ber ábyrgð á vagninum og búnaði hans og skuldbindur sig til að bæta það tjón sem verða kann á vagninum á meðan á leigutíma stendur.

Tjaldvagnaleiga – Nánari upplýsingar um  og pantanir í netfangi : seglagerdin@seglagerdin.is