X-GLOO2

 

X-GLOO2

X-GLOO2 er uppblásanlegt, einingabyggt og létt tjaldakerfi. Það getur staðið á nánast hvaða jarðvegi sem er, er vatnshelt og þolir mikinn vind. Það hentar því bæði innan og utandyra fyrir hina ýmsu viðburði. Auðvelt er að setja það upp, tjaldið er blásið upp og fylgir pumpa með. Auðvelt að ferðast með það og tekur ekki mikið pláss. Tjaldið er úr góðum efnum sem gerir það að verkum að auk þess að vera vatnshelt er það eldvarið og engir UV-geislar komast í gegn. Tjaldið er því tilvalið í hinar ýmsu kynningar eða hátíðir.

Þú setur tjaldið upp nákvæmlega eins og þú vilt þar sem veggir, skyggni og auglýsingaborði er hægt að hafa á eða taka af eftir óskum. Margir möguleikar gera tjaldið að góðri og auðveldri lausn og þú hannar það eftir þínu höfði. Tjaldið er 6 metrar á breidd og 6 metrar á lengd og eru allir hlutar þess svartir. Hægt er að prenta auglýsingu á borða efst fyrir miðju.

 Helgarleiga á tjaldinu er á 69.000 kr,-

X-GLOO2 Tjaldið fyrir uppsetningu.

Tjaldið fyrir uppsetningu.

X-GLOO2 Hægt er að merkja svarta borðann eftir óskum.

Hægt er að merkja svarta borðan eftir óskum.

 

 

 

 

 

 

 

Fjölmörg fyrirtæki víða um heim notast við X-GLOO2 og er útkoman glæsileg.

Myndbönd og leiðbeiningar:

Uppsetning á X-GLOO2

Annað uppsetningar myndband

X-GLOO2 víða um heim

 

X-GLOO2 Tjaldið