Tjaldleiga
Stærsta tjaldið sem Seglagerðin býður til leigu er hið svokallaða Veislutjald. Veislutjaldið er afar glæsilegt sem hentar afskaplega vel fyrir veislur og samkomur.
Biðskýli
Seglagerðin annast innflutning á vönduðum og glæsilegum strætóskýlum og reykingarskýlum. Þetta er ódýr og hentug lausn fyrir bæjarfélög og veitingastaði og fleiri.
Markísur
Seglagerðin framleiðir markísur í öllum stærðum og gerðum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Auk þess bjóðum við bogaskyggni sem hægt er að merkja fyrir fyrirtæki, verslanir og veitingastaði.
Tjaldvagnaleiga
Frábær tjaldvagn í sumarfríið, fljótur og auðveldur í uppsetningu. Combi-Camp Fri er þannig hannaður að hann er mjög auðveldur í tjöldun.
Skemmur
Stórar vöruskemmur eru eitt af sérsviðum verkstæðis Seglagerðarinnar. Virkilega góð reynsla hefur fengist af vöruskemmum sem þessum.
Sundlaugar / Pottar
Seglagerðin tekur að sér að leggja dúk í heita potta og sundlaugar. Dúklögn er langvarandi og hugguleg lausn. Seglagerðin notast við sterkan pvc dúk og á bökkum er hálkufrír dúkur.

Sérlausnir
Á saumastofu og verkstæði Seglagerðarinnar sjá fagmenn um að hanna og sauma það sem þér hentar. Starfsmenn verkstæðisins aðstoða við að finna sem hentugasta lausn á viðfangsefninu, útfæra hana og framleiða. Alls slags tjöld, yfirbreiðslur, töskur, skjólveggir, skilrúmsveggir og loftklæðningar eru meðal verkefna sem starfsmenn Seglagerðarinnar hafa leyst.
Hafirðu skemmtilega hugmynd ættir þú að líta við í Seglagerðinni.