Markísur

Markísur í öllum stærðum og gerðum

Veitir skjól fyrir regni sem sól
Góð auglýsing, mögulegt að prenta á skyggnin
Aðeins þriggja til fimm daga afgreiðslufrestur

Seglagerðin hefur um árabil framleitt markísur í öllum stærðum og gerðum. Markísurnar okkar eru sterkar og endingargóðar.
Þær veita sérstakt skjól fyrir regni og sól og henta því sérstaklega vel
fyrir íslenskar aðstæður. 

Áratuga reynsla ásamt persónulegri uppsetningar þjónustu hvar sem er á landinu. Við mælum og sérhönnum markísu fyrir þitt hús.

Hjá okkur er hægt að velja um markísur í opnu eða lokuðu boxi.

Glæsilegt úrval er hjá okkur af mismunandi litum hjá okkur.  Sjá hér. 

Nú í fyrsta sinn bíður Seglagerðin uppá rafmagnshitara sem henta einstaklega vel undir markísur, þeir eru öflugir og jafnframt mun ódýrari í rekstri en gashitararnir. Markísurnar má einnig fá með ýmsum aukabúnaði, til dæmis rafmótor, fjarstýringu og vindmæli.

Til gamans má geta fengum við sendar myndir af markísu sem hefur verið uppsett í 8 ár í heimahúsi og sér varla á henni: