Markísur

Markísur í öllum stærðum og gerðum

Veitir skjól fyrir regni sem sól
Góð auglýsing, mögulegt að prenta á skyggnin
Aðeins þriggja til fimm daga afgreiðslufrestur

Seglagerðin hefur um árabil framleitt markísur í öllum stærðum og gerðum. Víða má sjá bogaskyggni við verslanir og veitingastaði enda setja þau skemmtilegan svip á húsið og eru afar góð auglýsing. Undanfarin ár hefur sala á útdraganlegum skyggnum eða markísum stóraukist. Hjá okkur er hægt að velja um markísur í opnu eða lokuðu boxi, hliðarmarkísur og bogaskyggni sem hægt er að sérhanna á marga vegu. Veitir skjól fyrir regni og sól og veitum við uppsetningarþjónustu sem og sendum hvert á land sem er .Glæsilegt úrval er hjá okkur af mismunandi litum hjá okkur.  Sjá hér. 

Einstaklingar sem og fyrirtæki hafa heillast af kostum þeirra en skyggnin veita jafnt skjól fyrir sól og regni. Svalir og verandir nýtast að sjálfsögðu mun betur og mjög algengt er að fólk fjárfesti í hitara undir skyggnið. Við sérhönnum einnig markísur og skyggni eftir þínum þörfum. Sjá pdf skjal hér og hér .

Nú í fyrsta sinn bíður Seglagerðin uppá rafmagnshitara sem henta einstaklega vel undir skyggnin, þeir eru öflugir og jafnframt mun ódýrari í rekstri en gashitararnir. Markísurnar má fá með ýmsum aukabúnaði, til dæmis rafmótor, fjarstýringu og vindmæli.

Til gamans má geta fengum við sendar myndir af markísu sem hefur verið uppsett í 8 ár í heimahúsi og sér varla á henni: