Saumastofa

Saumastofa og verkstæði Seglagerðarinnar er skipuð fagmönnum sem hanna og sauma það sem þér hentar. Starfsmenn verkstæðisins aðstoða við að finna sem hentugasta lausn á viðfangsefninu, útfæra hana og framleiða. Alls slags tjöld, yfirbreiðslur, töskur, skjólveggir, skilrúmsveggir og loftklæðningar eru meðal verkefna sem starfsmenn Seglagerðarinnar hafa leyst.
Hafirðu skemmtilega hugmynd ættir þú að líta við í Seglagerðinni.

OPIÐ ER FRÁ 8:00 – 17:00 MÁNUDAGA – FÖSTUDAGA 

Ýmislegt saumað á saumastofunni: