Viðgerðir

Verkstæði Seglagerðarinnar bíður uppá alhliða viðgerða- og viðhaldsþjónustu á seglum, tjöldum, skyggnum, yfirbreiðslum, sundlaugum og heitum pottum. Auðveldast er að koma með það sem gera á við en sé það ekki mögulegt sendir verkstæðið starfsmenn á staðinn.

Seglagerðin kappkostar að bjóða uppá örugga og fljótlega þjónustu með þörfum viðskiptavinarins á leiðarljósi.
Opið er mánudaga – fimmtudaga 8.00 – 16.30 og föstudaga 8.00 – 14.30.